154. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[10:58]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Takk fyrir skýr svör. Þá er það annar málaflokkur sem mig langaði að veita athygli hér í þessum andsvörum og það eru útlendingamálin. Nú er Samfylkingunni tíðrætt um auknar tekjur til þess að takast á við málaflokkana og fer minna fyrir hvernig á að taka á málum. Því myndi ég vilja heyra hvernig Samfylkingin ætlar að taka á útlendingamálunum og hvort hluti af því sé að taka á þeim kostnaði sem er þar, hvað þau sjá það fyrir sér í því eða hvaða aðgerðir. Þau saka stjórnvöld og Sjálfstæðisflokkinn um að hafa óstjórn á þessum málaflokki og því væri gott að vita hvernig þau myndu taka á þeim útgjöldum og bregðast við í þessum málaflokki.